Saturday, October 09, 2010

Gríska eyjan KOS





Þriðja ferðin okkar Rúnars þessa viku var til grísku eyjarinnar Kos, sem kennd er við faðir læknisfræðinnar, Hippókrates sem þar bjó alla æfi, en eyjan er staðsett í aðeins einnar stundar siglingu frá Bodrum. Það var því stutt að fara, en tímafrekt að fara 4 x sinnum gegnum tollana á einum degi. En það var sannarlega þess virði að skreppa þessa för, því það var bæði fallegt og fróðlegt að heimsækja Grikkina heim.
Þeir virðast mikið meiri snyrtimenni en Tyrkir, Því allt var einstaklega hreint og fínt hjá þeim. Við heimsóttum litla víngerð sem býr til ljómandi góð léttvín. Svo fórum við upp undir hæsta fjallstind eyjarinnar í fjallaþorp sem tók vel á móti okkur, Það skoðuðum við fallega litla kirkju og röltum í búðir, en enduðum svo heimsóknina með því að fá okkur að borða djúpsteiktan smokkfisk sem okkur finnst alltaf jafn góður. Ferðinni var síðan heitið niður til borgarinnar, þar sem við röltum um í rólegheitum, þar til tími var til að mæta aftur í ferjuna heim á leið.
Þetta var einstaklega ánægjuleg ferð í yndislegu veðri og fallegu umhverfi...

No comments: