Friday, October 08, 2010

Haustferð til Tyrklands




Vikuna 29. sept. til 6. okt. dvöldum við ásamt áhöfn Gullvers og mökum í Tyrklandi.
Þegar við komum til Bodrum eftir tæplega 6 stunda flug frá Keflavík, þá datt mér í hug Guðríður Þorbjarnardóttir víðförlasta kona sögualdar, sem gekk suður til Rómar og aðrir fornir Íslendingar sem lögðu leið sína suður til Miklagarðs sem þá var höfuðstaður Tyrkjaveldis. Þeir ferðalangar hafa verið vikur eða mánuði á leiðinni sem aðeins tók okkur nokkra tíma að skjótast á milli.
Við gistum á stóru og vel búnu hóteli með fullu fæði inniföldu. Margar sortir matar voru í boði, en tilbreyting í mat var samt af skornum skammti, svo hætt er við að flestir fái nóg ef þeir borða þar alla daga í meira ein eina viku.
Flestir höfðu þó list á að drekka bjór og aðra drykki sem í boði voru frá morgni til kvölds.
En við vorum hinsvegar mikið á ferðinni og snæddum þá daga á öðrum stöðum og fengum því meiri tilbreytingu en ef við hefðum ekkert farið.
Sólbaðsaðstaða var líka ágæt og margt fleira í boði sem við notuðum lítið eða ekkert.
En mig langar að segja svolítið frá þessari dvöl í Tyrklandi og skipta frásögninni niður í nokkra hluta með viðeigandi myndum svo hún verði ekki of einhæf og langdregin.

No comments: