Friday, October 15, 2010

Heimsóknir leikskólabarna á bókasafnið !


Það hefur verið fastur liður undanfarin ár að starfsfólk leikskólans Sólvalla mætir vikulega með hóp leikskólabarna á Bókasafnið. Þá er tekið fyrir eitthvað ákveðið þema hverju sinni, t.d. einhver dýr eða mannslíkaminn eða annað sem hægt er að skoða í bókum og spjalla um.
Ég ákvað að nota uppskeruna sem þema í síðustu samverum með börnunum og mætti með kartöflur, gulrætur, ber og síðast en ekki síst óvenju STÓRAN maðk sem ég fann í kartöflugarðinum þegar ég var að taka upp um daginn.
Ormurinn vakti mikla lukku og allir vildu fá hann í lófana og láta hann kitla sig og gerði þá lítið til þó mold væri að þvælast með honum á hendur allra :)
Börnunum fannst það líka skrítið að það væru einmitt maðkarnir sem búa til moldina fyrir okkur og því afskaplega nauðsynlegir í náttúrunni.

No comments: