Saturday, October 09, 2010

Fjallaferðin




Daginn fyrir heimförina fór meirihluti Gullversliðsins í Fjallaferð, þar sem við fengum að sjá heimafólk framleiða í höndunum falleg og vönduð gólfteppi úr ull, bómull og silki. Þau eru auðvitað misstór, misvönduð og misdýr, en allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nokkrir í hópnum keyptu teppi en aðrir létu sér nægja að skoða umhverfið, drekka tyrknest te og borða mat innfæddra, auk þess sem við gengum í mosku heimamanna og sýndum að sjálfsögðu þá kurteisi að setja upp slæður eins og tíðkast hjá þeim og taka af okkur skófatnaðinn.
Þetta var að mörgu leyti óvenju skemmtileg ferð og öðruvísi en fyrri ferðir.

No comments: