Í fyrrakvöld, laugard.kvöldið 6. ágúst stóð friðarhreyfingin hér á Seyðisfirði fyrir kertafleytingu á Lóninu í blíðskaparveðri. Ég mætti með myndavél, að beiðni Gullu í Firði og tók slatta af myndum af viðstöddum, sem voru nokkuð margir og hlýddu á Godd flytja "friðarræðu" og Kára flytja frumsamið ljóð af þessu tilefni eftir Sigga Ingólfs kennara við ME. Síðan sungu allir viðstaddir nokkur lög og fleyttu svo logandi kertum af stað úr á lónið. Þetta var afskaplega hugljúf friðarstund...
1 comment:
Aldeilis margar skemmtilegar færslur og frábærar myndir hér að neðan. Viðburðarríkt sumar hjá ykkur mín kæra. Nú fer að hausa og allt fer í rútínu á ný,það er líka alltaf ágætt. Hafðu það sem best. Kær kveðja
Post a Comment