Monday, December 19, 2011
Þrennir tónleikar !
Undanfarna viku lenti ég á þrenna tónleika og satt að segja er það mjög óvenjulegt. Fyrstir voru jólatónleikar Tónlistarskólans, en þar komu fram nemendur á ýmsum aldri sem stóðu sig allir vel miðað við aldur.
Svo mætti Regína Ósk með fjölskyldu sína og undirleikara og hélt Jólatónleika í bláu kirkjunni okkar. Gulla í Firði var búin að æfa barnakór með yfir 20 börnum og unglingum til að syngja undir með Regínu og það tóks mjög vel og á Gulla og krakkarnir heiður skilinn fyrir frammistöðuna, ekki síður en Regína og félagar.
Síðustu tónleikarnir voru í Herðubreið í gærkvöld og það stóð ekki til að fara á þá, en úr varð að ég skrapp aðeins (mætti of seint) og hlustaði á restina af lögum Mugisons, en fannst hávaðinn heldur mikill í lokin og gekk því fram í andyrið þar sem fleiri voru í sömu erindum, þ.e. að forðast mesta hávaðann. En rúsínan varð sú að Mugison skokkaði fram til okkar að loknu síðasta laginu og um leið og ég þakkaði honum fyrir okkur, þá gekk hann á röðina og tók í hendina á okkur sem var óvænt, því handtakið var bæði fast og vinaleg og mun betra en hávaðinn sem við vorum að forðast. Ég eins og fleiri er orðin afar viðkvæm fyrir miklum hávaða og geri eins og litlu börnin, þ.e. að grípa fyrir eyrun þegar þess gerist þörf :) Að síðustu vil ég taka fram að ég fékk lánaða myndina af Mugison hjá Ómari Boga, því ég var ekki með mína myndavél í þetta sinn, aldrei þessu vant :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Það er menningarlegt á Seyðisfirði.
Post a Comment