Sunday, January 01, 2012

Gamlaárskvöld 2011





Síðasti dagur ársins 2011 rann upp hlýr og stilltur, bæði logn og frostleysa, en um hádegi var komin hellirigning og skelfileg hálka á götum bæjarins og stekkingur út með firðinum.
Rúnar og félagar hans í fuglatalningar- genginu hófu fuglatalningu kl 10 um morguninn og voru ekki búnir að klára öll svæðin þegar rigna tók og hálkan hamlaði þeim að komast á alla staði sem þeir eru vanir við þessar árlegu talningar.
En það stytti aftur upp og kvöldið varð jafn blítt og stillt og morguninn. Við Rúnar og Siggi snæddum afskaplega góða gæs og meðlæti, horfðum svo á áramótaskaupið sem okkur fannst nú hvorri verra né betra en vanalega og drifum okkur síðan með 2 tertur í miðnætur- fjölskyldukaffi til Kristrúnar og Birgis eins og við erum vön undanfarin ár. Þar skaut unga fólkið ásamt Rúnari og Magga upp slatta af rakettum o.fl. áður en sest var við veisluborð enn einu sinni og nýja árið boðið velkomið um leið og það gamla var kvatt :)

No comments: