Friday, January 20, 2012
Mús á háaloftinu !!!
Undanfarnar 2 vikur hef ég heyrt þrusk uppi á háalofti þegar ég var háttuð og þögn í húsinu. Mér fannst ótrúlegt að mús gæti komist þarna upp, en gat ekki afneitað trítlinu sem ég þóttist heyra og bað því Rúnar minn þegar hann kom heim af sjónum, að setja gildru upp á loft til að kanna málið. Honum fannst nú ekki trúlegt að neitt kvikt væri þarna uppi og sá engan músaskít eða ummerki um mús, en setti samt upp gildru til að þóknast mér.
Um kvöldið þegar hann var kominn inn í rúm og ég rétt ókomin inn, þá heyrði hann smá hávaða á loftinu (en hann heyrir ekki eins vel og ég, því miður) og fannst það grunsamlegt. Morguninn eftir (í gærmorgun) dreif hann sig aftur upp á loft og kíkti á gildruna sem náð hafði að fanga þetta fallega músagrey, sem hlýtur að hafa komist inn um litlu loftgötin undir þakskegginu, eftir að hafa skriðið undir stálklæðninguna að utanverðu og grafið sig í gegnum einangrunina sem nær alveg upp að loftgötunum... Önnur leið er varla til þangað upp. Ekkert hljóð hefur heyrst af loftinu síðan þetta gerðist, sem betur fer :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment