Tuesday, January 31, 2012
Þorrahelgi á Húsavík
Við Rúnar skelltum okkur norður til mömmu s.l. föstudag, þó hálka væri frekar mikil, en spáin var góð fyrir helgina og við vorum heppin með veður eins og oft áður á ferðum okkar norður. Það var algjör blíða og við fórum rólega yfir fjöllin í hálkunni. Allt var hvítt af snjó og fallegt yfir að líta, en magnið var ekki mikið og það hvarf ótrúlega hratt í hlákunni sem varð um helgina. Á laugardags- morgninum kl. 9 var birtan bleik úti, en síðan tók við asahláka svo að tröppurnar og lóðin sem voru þakin snjó við komuna, voru alveg orðin hrein og þurr á sunnudagsmorgni. Blessuð mamma lagast ekki og heyrnin hennar er alveg að hverfa, því miður, en hún var hress og þekkti ennþá nokkuð marga á gömlu myndunum sem við skoðum alltaf þegar ég kem norður.
Mínar gömlu og góðu vinkonur Sigrún og Villa ásamt Fúsa litu inn í kvöldkaffi og voru í stuði til að spjalla og hlæja og gera grín að skemmtilegum mismælum og öðru slíku sem hent hefur þær á undanförnum árum. Ég fór með hláturtárin í rúmið eftir að þær kvöddu.
Á leiðinni austur aftur á sunnudaginn var vegurinn orðinn alauður alla leið eins og komið væri sumar, þvílíkur munur eða á norðurleiðinni, en veðrið var hinsvegar ekki eins fallegt, það rigndi á köflum og því lítið um myndatökur í þetta sinn. En það fylgja hér með nokkrar myndir frá Húsavík að vanda :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
ALltaf gaman að fylgjast með ferðum þínum :)
Post a Comment