Saturday, March 17, 2012

Hörð lífsbarátta dýranna !



Það var mögnuð sjón að standa 3 metra frá smyrli sem hámaði í sig dúfu sem hann var búinn að drepa, án þess að nærvera mín hefði áhrif á hann.
Það var Unnur Óskarsdóttir kennari sem hringdi í mig og sagði mér frá smyrlinum á skólalóðinni, þar sem börnin hoppuðu í kringum fuglana, án þess að trufla, að því er virtist.
Svo mætti hingað grákráka sem er sjaldséður flækingur á Íslandi. Því miður hefur mér ekki tekist að berja hana augum, þó Rúnari og mörgum fleirum hafi tekist það. Ég er þó búin að fara margar ferðir í leit að henni og náði í eitt skiptið meðfylgjandi mynd af selnum sem virðist una sér vel á steinunum í lóninu á góðviðrisdögum...

No comments: