Monday, March 26, 2012
Sumarblíða í mars !
Síðustu 3 dagar 23.-25. mars voru sannkallaðir sumardagar hér á Seyðisfirði, því veðurblíðan var slík að margir spókuðu sig utandyra á stuttbuxum og bolum, enda fór hitamælirinn hjá okkur í 19 gráður á föstudaginn en aðeins minna um helgina. Við Rúnar fórum bæði hjólandi og akandi um fjörðinn m.a. til að kanna fuglalífið hér, sem var óvenju rólegt í blíðunni og tókum dálítið af myndum af fólki, hlutum og fiðurfé sem naut sólarinnar í logninu. Gróðurinn hefur líka verið að gægjast uppúr moldinni og fyrstu krókusarnir í okkar garði sprungu út á föstudaginn og runnar og tré eru við það að laufgast, sem er alltof snemmt, því ótrúlegt er að ekki komi vorhret á næstu vikum.... þó auðvitað sé óskandi að svo verði ekki og veðráttan er orðin svo furðuleg að allt virðist geta gerst ???
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment