Í lok september fórum við í vikuferð ásamt áhöfn Gullvers til Tenerife. Þar var margt að sjá og gera og auk þess var notalegt að sóla sig og skoða nágrennið. En við skoðuðum meira t.d. fórum við í skemmtilega dagsferð um hálfa eyjuna ásamt 4 félögum okkar og fórum þá m.a. upp á toppinn á hæsta fjalli Spánar sem er El Teide, en þar er loftið orðið ansi þunnt og svalt.
Allur hópurinn fór líka í minigolfkeppni og skemmtum okkur vel þar. Ég var lukkuleg með að vera í sigurliðinu og hafa ekki skemmt neitt fyrir þeim. Svo fengum við okkur notalegt fótabað hjá fiskum og skelltum okkur í fallhlífarsvif meðfram ströndinni, sem var bara skemmtileg reynsla.
Margt fleira væri hægt að telja upp en læt þetta nægja að sinni :)
No comments:
Post a Comment