Saturday, October 26, 2013

Uppskeruhátíðin Haustroði 2013

Hin árlega uppskeruhátíð Haustroði var haldin hátíðleg í byrjun okt. og náttúran skartaði sínu fegursta um þær mundir. Ég mætti á alla viðburði og keypti eitthvað á flestum stöðum. Það var sérstaklega gaman að kíkja í heimsókn til Þóru á gamla spítalann sem hún er búin að láta breyta í farfuglaheimili, mjög smekklegt og hlýlegt. Ég fylgdist síðan með úrslitum í sultukeppninni (Sigga Stína bar sigur úr bítum). Ég var síðan svo heppin að hljóta verðlaun fyrir hugmynd að minjagrip fyrir Seyðisfjarðarkaupstað, sem vonandi verður að veruleika fyrir næsta sumar. Við vorum þrjár sem fengum verðlaun fyrir góðar hugmyndir :)





No comments: