Saturday, October 26, 2013
Siggi Birkir í Noregi
Siggi Birkir var sendur af vinnuveitanda sínum, ásamt einum vinnufélaga, til Oslo, þar sem þeir unnu að ákveðnu verkefni í 3 mánuði. Þeir voru m.a. að leggja öryggiskerfi í penthouse-íbúð. Um helgar gátu þeir skroppið í heimsóknir og skoðunarferðir og fóru t.d. á heimsmeistaramót í torfæruakstri og höfðu gaman af. Þeir heimsóttu líka Holmenkollen og renndu sér á vír ofan við stökkpallinn, sjá mynd. Svo skrapp Siggi nokkar ferðir í heimsókn til Jóhönnu systur sinnar og hennar fjölskyldu. Þau fóru saman í Vigelandsparken, dýragarð og söfn og kíktu á skemmtileg veitingahús og fleira. Veðrið var gott ytra allan tímann og komu þeir sólbrúnir heim og reynslunni ríkari :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment