Sunday, August 31, 2014

Hirtshals í Danmörku !

Við komum til Hirtshals snemma morguns, en þurftum að bíða þar eftir Jóhönnu okkar og fjölskyldu sem komu frá Osló síðla dags. Við vorum búin að skanna bæinn og velja okkur tjaldstæði og veitingahús til að borða á, þannig að allt gekk fljótt og vel fyrir sig. Morguninn eftir fórum við á glæsilegt sædýrasafn, þar sem börnin nutu sín vel. Við héldum svo áfram til Horsense, þar sem gist var næstu nætur og farið m.a. í heimsókn til Gyðu okkar Gunnar í Aarhus og hittum Mark, breskan sambýlismann hennar sem ég kann vel við og óska þeim alls hins besta. Í garðinum hjá þeim var mikið af Maríuhænum sem dótturdóttir okkar er mjög hrifin af og safnaði mörgum slíkum í lófann án þess að skaða þær. En í Horsense fórum við á krabbaveiðar og veiddum vel. Það var býsna spennandi að krækja í krabbana og koma þeim í þetta ílát. En allir fengu þeir þó frelsi að lokum, enda vissum við ekki hvort óhætt væri að éta þá á þessum árstíma (?)






No comments: