Sunday, August 14, 2016
Fleiri gestir !
Þröstur mágur og Birna ásamt Eiríki syni þeirra komu hér í byrjun ágúst og stoppuðu í nokkra daga. Við skruppum með þeim út í Skálanes í kvöldblíðu, en eitthvað fórst fyrir hjá mér að taka myndir við heimsókn þeirra.
Síðan fékk ég skilaboð frá gamalli skólasystur sem var stödd hér í tilefni af afmæli hennar og vinkonu hennar. Við hittumst og skruppum saman í berjamó, sem var óvænt gaman.
Loks komu svo hér íslensk hjón sem búa í USA, til mín á bókasafnið í leit að myndum frá Vestdalseyri. Konan, Inga Dóra Björnsd. er rithöfundur og ég búin að lesa 2 af bókunum hennar. Það sem meira er, ég hef þekkt systur hennar í áratugi og kannast því við fjölskyldu hennar, svo úr varð heilmikið spjall sem leiddi til þess að ég sagði henni frá konu hér í bæ (Sigríði Matthíasd.) sem er að skrifa og safna heimildum um íslenskar konur sem fóru til vesturheims. Þá vildi svo til að þær þekkjast vel, enda báðar að skrifa um svipað efni. Þær hittumst því að lokum og áttum saman góðan dagpart...!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment