Sunday, August 14, 2016

Hauststörfin hafin !

Það var óvenju snemma sem hægt var að tína aðalbláber hér að þessu sinni. Ég var byrjuð nokkru fyrir verslunarmannahelgi og hef síðan borðað daglega ný bláber, ýmist með ís eða í bananahræring. Er líka búin að frysta hátt í 20 kg af aðalbláberjum til vetrarins og blandaða berjasaftin og rabbarbarasaft er til í lítravís í frystikistunni. Spurning hvort ég bæti við rifsberjahlaupi eða saft, því nóg er af rifsberjunum ?
Mikið af sveppum eru líka í boði og aðrir jarðarávextir og gróður með betra móti. Grænmetið hefur t.d. sjaldan sprottið jafn vel hjá mér og núna, ekki síst spínat og salötin... Ég fékk hinsvegar lítið af jarðarberjum, því ég endurnýjaði beðið í vor og því allt frekar seint á ferð þar á bæ. En á móti fékk ég loksins slatta af hindberjum úr gróðurhúsinu og meira af sólberjum en áður í uppáhaldssultuna mína.






No comments: