Saturday, January 14, 2023

Mikill snjór á suðvesturlandi !

 Við yfirgáfum Reykjavík og nágrenni sólarhring áður en við þurftum að skila íbúðinni, því veður var gott og spáin góð fyrir daginn, enda gekk ferðin austur eins og í sögu, þó það væri ansi mikill snjór alla leið að sunnan og langleiðina í öræfin, en þar var snjólítið og víða næstum autt, sem betur fer. Ég leysti Rúnar af um tíma, svo hann gæti hvílt sig og sofnað, enda leiðin alltof löng til að aka hana einn alla leið.  Hvar sem maður stoppar til að næra sig á leiðinni þar er/var ótrúlega mikið af ferðafólki (mest Asíufólk) og ekkert nema erlend tungumál, hvert sem farið er og skiptir ekki máli hvort það er vetur eða sumar !

                     Skógarfoss var umvafinn snjó og klaka, en slíkt höfum við aldrei séð fyrr !
                                    Suðurlandið var allt þakið snjó og klaka og hálka á köflum.
                        Suðausturhorn landsins var hinsvegar snjólétt og nokkur hreindýr þar á ferð.


No comments: