Það hefur verið óvenju risjótt veður eftir áramótin og hitinn hoppað óvenju mikið upp og niður. Ég hef þrjóskast við að moka snjó og fóðra fuglana eftir þörfum og Rúnar snúist við ýmislegt, enda alltaf einhver verkefni sem okkur berast úr ýmsum áttum, eins og beiðnir um ljósmyndir sem notaðar hafa verið jafnt í sjónvarpinu og í bókum, tímaritum og fleira. Svo fórum við á Þorrablót sem reyndist býsna gott, en það gleymdist að taka myndir nema þessa einu sem hér fylgir með. Að síðustu má geta þess, að á góðviðris- dögum hefur verið óvenju mikið af glitskýjum hér á himni eins og víðar um landið...
Ríkey Ásta og hennar sambýlismaður.Glitskýin sem glatt hafa okkur í janúar.
Snjórinn sem allt setti á kaf um tíma...
Það þurfti heilmikið að moka snjó um tíma !
No comments:
Post a Comment