Ég er ekki nógu dugleg að muna eftir að skrá viðburði, heimsóknir og fleira, en einu langar mig að bæta hér við, svo það gleymist ekki. Í lok október, áður en fór að snjóa, þá vorum við Rúnar á leið frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar, þegar við sáum unga konu Veru, með dóttur sem heitir Ava, bíðandi við brúna í útjaðri bæjarins. Við fengum að vita að þær langaði að kíkja til Seyðisfjarðar og komu þær því með okkur heim á Sf. En svo kom í ljós að enginn strætó fór til Egilsstaða síðdegis, svo Rúnar varð að skutla þeim aftur til baka. Þær eru frá Dusseldorf í Þýskalandi.
No comments:
Post a Comment