Monday, March 23, 2009

Góð leiksýning og fleira



Nemendur Grunnskóla Seyðisfjarðar sýndu mjög svo skemmtilegan leikþátt sem nefnist Ísvélin í Herðubreið sunnudaginn 15. mars. Leikmynd var einföld en sniðug og fatnaður og förðun leikenda mjög eftirtektarverð og kom afar vel út.
Mér fannst þessi leikþáttur vera þeim öllum til sóma sem að honum komu og skora á þá sem ekki hafa séð hann að reyna að missa ekki af honum í apríllok þegar áhugaleikfélög á Austurlandi koma saman með fleiri slíka leikþætti og sýna þá hver sína útgáfuna sem vafalaust verður mjög skemmtilegt. Því miður verð ég stödd í Rvk þá helgi að útskrifast úr skólanum og hef því ekki tækifæri til að sjá fleiri hópa sýna sína þætti.
Íbúar bæjarins hér hafa varla komist hjá því að sjá seli spóka sig á ísnum á Lóninu hér undanfarnar vikur. Flesta höfum við séð þá 5 saman og má hér sjá þá kúra á ísskörinni. Þeir virtust furðu spakir og kipptu sér ekki upp við umferðina á brúnni eða forvitna vegfarendur.

No comments: