Friday, November 20, 2009

JÓLA - HVAÐ ?




Hið árlega JÓLA-HVAÐ? var haldið í bíósal Herðubreiðar föstudagskvöldið 20. nóv. svo segja má að bæjarstarfsmenn hafi tekið forskot á Aðventugleðina með því að þjófstarta áður en sjálf Aðventan gengur í garð.
Að vanda urðu allir vinnustaðir bæjarins að mæta með eitt skemmtiatriði og byrjuðu starfsmenn áhaldahússins á því að koma fram íklæddir jólasveina búningum með fullar hjólbörur af El Grillo bjór (hvað annað?)og gáfu hverjum og einum viðstöddum einn frá Eyþóri :)
Síðan tóku við eitt eða tvö skemmtiatriði áður en hafist var handa við að borða jólamatinn, sem að vanda var hangikjöt og meðlæti, framreitt af Yfir eldhúsmellunni Röggu Gunnsa og hennar hjálparkokkum. Áfram var haldið með skemmtiatriðin að afloknu átinu og meira að segja heiðursgesturinn Þorvaldur fv. bæjarstjóri steig á stokk og sagði brandara af sjálfum sér og fékk alla til að syngja með sér nokkur jólalög.
Setið var síðan og spjallað við undirleik notalegrar jólatónlistar. En uppúr miðnætti fóru menn að týnast heim og yfirgáfum við Rúnar svæðið áður en húsið tæmdist.
Meðfylgjandi eru sýnishorn í formi mynda af nokkrum viðburðum kvöldsins :o)

1 comment:

Asdís Sig. said...

Hæ skvísa. Margar skemmtilegar færslur hér á undan og margt að gerast hjá ykkur. Gott að heyra að Rúnar er betri og að hann fær bót meina sinna, farið vel með ykkur og góða skemmtun á aðventunni.