Tuesday, February 09, 2010

Galdrakarlinn í OZ



JÁ - við skelltum okkur á leikritið "GALDRAKARLINN Í OZ" sem að leikhópurinn Krísa setti upp, en þetta er annað árið í röð sem sá hópur setur upp leiksýningu.
Leikendur voru 14 talsins og öll í kringum fermingu. Auk þess voru 4 hljóðfæraleikarar, tveir leikstjórar og slatti af öðru hjálparliði, eins og hvíslarar sem höfðu bara nóg að gera :)
Annars var sýningin lífleg og skemmtileg að mörgu leyti og ekki of löng og eiga krakkarnir hrós skilið fyrir dugnaðinn og þeir sem stjórna fyrir framtakið, því það eru mörg ljón á veginum við svona uppsetningar með óvönum börnum.
En það hafa ótrúlega oft verið settar hér upp leiksýningar með börnum og ungmennum og er mér í fersku minni öll leikritin sem Jóhanna dóttir mín og hennar skólafélagar léku í eins og 10 litlir negrastrákar, Oliver og Krummaskuð, svo eitthvað sé nefnt.
Það minnsta sem við bæjarbúar getum gert er að mæta á sýningar, þegar búið er að hafa svona mikið fyrir þessum sýningum. Ég þakka bara kærlega fyrir mig og reikna með að mæta á næstu sýningu hópsins sem væntanlega verður að ári ???

No comments: