Friday, February 05, 2010
Það snjóar og snjóar :)
Eftir einmuna veðurblíðu og auða jörð í nokkrar vikur, svo við höfum komist allra okkar ferða án vandræða, hefur nú orðið breyting á. Um hádegi í fyrradag fór allt í einu að kafsnjóa í logni, algjör hundslappadrífa. Og það hélt áfram að snjóa og snjóa í meira en sólarhring og loksins þegar stytti upp fór Rúnar út og mældi snjódýptina, þ.e. hve þykkt lag var komið ofan á ruslatunnulokin okkar. Það reyndist vera ríflega 25 cm.... úff ;(
Þetta eru mikil viðbrigði og það eina sem ég sé jákvætt við þetta er, að það er mikið bjartara úti en áður var. En hálkan er illþolanleg og allar bjargir bannaðar fyrir fuglagreyin sem ná ekki lengur í neitt æti. Ég geri því mitt til að næra þá á meðan snjór hylur jörðu.
En auðvitað ættum við ekki að kvarta þó það snjói aðeins, því Evrópubúar hafa setið í kulda og snjó þessar vikur sem við vorum í hlýju og góðu veðri hér á Fróni og nokkuð margir hafa víst króknað þar úr kulda ef marka má fréttirnar. Þess vegna ætla ég að sætta mig við hvaða veður sem á eftir að koma og þakka fyrir að hafa hlýtt og öruggt skjól á hverju sem gengur og sleppi því að kvarta yfir svona smámunum :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Gaman að sjá myndirnar af snjónum. Það er svolítið sérstakt þetta veður núna, blíða dag eftir dag, eins og á vordegi. Ég mundi ekkert ærast yfir smá snjó, er þakklát eins og þú fyrir að hafa það gott og búa vel. Kær kveðja frá Selfossi.
Post a Comment