Tuesday, March 09, 2010
Vor í lofti...
Í gærmorgun fékk ég upphringingu, þar sem mér var tilkynnt að niður á lóninu væri lítil falleg önd að spóka sig sem viðkomandi kannaðist ekkert við.
Ég brá mér því með myndavél niður að prestssetrinu og náði nokkrum myndum af þessum virkilega fallega fugli og fann þá út að þetta væri óvenju skrautlegur URTANDARSTEGGUR. Mig minnir að urtendur séu minnstu íslensku endurnar en ég hafði aldrei séð karlfuglinn svona nærri mér og fannst mikið til um litadýrð hans.
Svo þegar ég fékk mér hjólreiðatúr í veðurblíðunni í morgun, þá sá ég mér til ánægju útsprungna krókusa við húsvegg hér í bænum og gat ekki setið á mér að taka mynd af þeim, því það er jú bara 9. mars í dag og því óvenju snemmt að sjá þessi fyrstu vorblóm komin svona langt af stað, því það eru bara 2 dagar síðan snjóinn tók aftur upp eftir 5 vikna kafald.
Svo eru tjaldarnir líka mættir á Vestdalseyrina, en ég er ekki búin að ná myndum af þeim ennþá :)
Að síðustu má geta þess að jafnvel flugur eru byrjaðar að vakna af vetrardvalanum og komnar á kreik, sem líka er viss vorboði :)
Þetta eru ljúfir vorboðar sem gleðja sálartetrið eftir skammdegið og mikil tilhlökkun að vor og sumar skuli vera í nánd :))))))))))))))
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Yndislegur fugl og gaman að sjá krókusana. Kveðja úr vorblíðunni hér, ég hef séð flugur á ferð.
Post a Comment