Monday, June 14, 2010
Sólríkir dagar !
Enn einn sólríki dagurinn er að kveldi kominn og nýliðin helgi óvenju hlý og sólrík.
Við grilluðum og borðuðum úti í fyrsta sinn í sumar og nutum daganna eins og kostur er. Rúnar kom í land í gær og naut gærdagsins með okkur Sigga, en í dag fengum við Rúnar okkur göngutúr upp í Botna og skoðuðum m.a. trjávöxtinn á leiðinni, auk þess sem Rúnar sýndi mér svæðið í klettunum þar sem hann og félagar hann voru vanir sem krakkar að vera með indíánatjöldin sín. En nú hafa vaxið þar stórar og fallegar furur sem varða leiðina upp á klettana. Þetta varð prýðisgóð gönguför og ég komst að því að hvítlauksbelgir sem ég hef tekið við liðverkjum og vefjagigt virðast gera mikið gagn, því ég var bara alveg laus við verki og vandamál sem hafa verið að angra mig s.l. ár og gleðst mikið yfir því. Það gefur mér von um að geta farið í göngu í sumar sem mig langar að fara, frá Hólmatungum við Jökulsá á Fjöllum og niður í Ásbyrgi, án þess að gefast upp á miðri leið vegna ónota í fótunum.
Áður en sólin hvarf á bak við Bjólf, þá kíktum við með Snorra Jóns upp á háu mjöltankana í SR og smelltum af nokkrum myndum. Útsýnið er fallegt en líka býsna hrollvekjandi fyrir lofthrædda, en hvað lætur maður sig ekki hafa til að geta gert það sem mann langar til :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment