Monday, June 14, 2010

Góðar horfur á berjasprettu...



Ég hef tekið eftir því undanfarna daga, þegar ég hef verið að vinna í garðinum, að rifsberja-blómaklasarnir á runnunum hjá mér hafa aldrei verið jafn stórir og margir.
Ég kannaði svo málið í gær og í dag, hvort sama mætti segja um sætukoppa á aðalbláberja- lynginu og komst að raun um að svo er, það er bókstaflega allt rauðbleikt af sætukoppum hér um allar fjallshlíðar.
Þetta gefur góðar vonir um góða uppskeru í haust ef Guð gefur okkur sól og regn í hæfilegu magni í sumar. Ég get ekki sagt að hausið sé minn tími, en viðurkenni þó að njóta þess í botn að fara í berjamó í góðu haustveðri og tína stór og góð ber. Um hollustuna þarf enginn að efast...Vonum bara að uppskeran verði alls staðar góð, sama hvort um heimaræktun er að ræða eða náttúruna allt um kring :)

No comments: