Saturday, June 26, 2010

Skálanes-heimsókn 2010





Mörg undanfarin ár höfum við Rúnar farið út í Skálanes, eina eða fleiri ferðir á sumri með ættingja og vini eða á eigin vegum og einnig með gönguklúbbnum. Alltaf er jafn gaman að koma á þennan friðsæla og fallega náttúrustað.
Að þessu sinni gripum við tækifærið og heimsóttum svæðið þegar húsráðendur í Skálanesi buðu gesti velkomna að skoða æðarvarpið. Siggi Birkir kom með okkur og við áttum þarna góðan dag, gengum um allt varpið með Sigrúnu Ólafs sem fræddi okkur um að þarna væru í kringum 500 æðarhreiður (ef ég man rétt:) og annað eins af kríum er þarna til staðar á heimatúninu hjá þeim. Kríurnar voru reyndar svo aðgangsharðar þegar við gengum síðasta spölinn að þær blóðguðu okkur Sigga bæði :)
En síðan fengum við smá næringu hjá Rannveigu og sátum og hlustuðum á fyrirlestur um það sem verið er að gera í Skálanesi og hverjar framtíðarhorfurnar þar eru.
Að síðustu röltum við yfir að fuglabjarginu í blíðskaparveðri með Óla Erni og þaðan röltum við yfir að svínahúsinu, en tilraun er nú gerð með uppeldi svína í kvosinni skammt frá bílastæðinu. Þar eru 5 svín alin á úrgangsmat frá hótelinu og ávöxtum úr KHB og voru þau ótrúlega gráðug. Þau virðast líka éta lúpínuna sem er þarna nóg af á svæðinu og það kom virkilega á óvart og svo þessi ótrúlega lyst sem þau hafa :)))
Á síðustu myndinni má sjá 2 æðarkollur með meters millibili, hvor upp af annari.
Þær verpa gjarnan mjög þétt ef aðstæður eru þannig eins og í Skálanesi...

No comments: