Wednesday, September 08, 2010
Í sól og sumaryl á Húsavík
Við Didda systir ákváðum að fara norður s.l. helgi, bæði til að heilsa uppá mömmu og einnig að taka upp kartöflurnar sem við settum þar niður í vor, því framundan hjá henni er ferðalag til Berlínar um næstu helgi og ég á förum til Tyrklands síðar í mánuðinum, svo vissara væri að nota þessa helgi, því aldrei veit maður hvenær vetur gengur í garð.
Við vorum einstaklega heppnar með veður, því önnur eins sól og hiti hefur sjaldan verið svona dag eftir dag. Og hæfilegur vindur til að þurrka uppskeruna sem við skiptum niður, tókum sumt með okkur en annað var flutt í geymsluna út við Gónhól.
Rúnar minn kom með Diddu og nafna hans að sunnan og tók Adam litla með og fékk hann að atast í öllum verkum með okkur. Hitavatnsinntakið "heima í Hlíð" hafði bilað og Rúnar fékk því nóg verkefni, að útvega nýja varahluti og skipta.
Við notuðum laugardaginn í veiðiferð í Hafursstaðavatn og vorum ótrúlega heppin, en ég læt myndir og spjall um það fylgja hér á eftir þessu- ekki síst vegna þess að Adam lenti í svolitlu ævintýri sem ég læt fylgja með :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment