Wednesday, September 01, 2010
Sumaya Rós !
Laugardagurinn 28. ágúst var nafngiftardagur litlu ömmustelpunnar minnar. Hún fékk nöfnin Sumaya Rós og verður væntanlega nefnd Mæja Rós ef að líkum lætur.
Hún er alveg yndislegt lítið kríli og mér finnst alltof langt á milli okkar. Ég væri mjög sátt ef ég gæti skroppið til að sjá hana um helgar, en það er fjarri lagi. Þó má ég þakka fyrir að hún skuli ekki vera erlendis, þá væri enn erfiðara að kíkja í heimsókn en raunin er á. Aðalatriðið er að allir séu frískir og líði vel.
Áður en ég yfirgaf hana og fjölskylduna hennar, þá héldum við nafngiftina hátíðlega og buðum nánustu ættingjum og vinum sem voru í nágrenninu og gekk það ljómandi vel.
Rúnar var kominn suður í frí og tók svo við af mér, því ég varð að fara aftur heim í vinnuna, en Jóhönnu veitti ekki af að hafa aðstoð svona fyrst eftir barnsfæðinguna, mest til að sinna Adam sem ætlar svo að koma austur með afa í nokkra daga, svo mamma hans fái meiri frið með þá litlu :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment