Wednesday, September 08, 2010

Veiðiskapur !!!





Þegar við systur vorum nýbúnar að sortera kartöflurnar og setja í poka og ganga frá þeim inn fyrir nóttina, þá fór Adam að leika sér með vasaljós úti í myrkrinu og rakst þá á mús sem fraus úr hræðslu þegar ljósið skein á hana. Við hlupum öll upp til handa og fóta og skoðuðum hana í krók og kring og Didda náði meðf. myndum. Við létum samt vera að taka hana til fanga, nógu hrædd var hún greyið samt :)
Til að skoða myndirnar betur í stækkaðri útgáfu, þá endilega smellið á þær, sérstaklega myndina af Adam með vasaljósið, svo músin í neðra horninu sjáist :)))
En daginn eftir fórum við í veiðiferð, þó hávaðarok væri við Hafurstaðavatn. En það var 20 stiga hiti úti og við vildum sannreyna hvort ekki fengist neinn fiskur í vatninu eins og sumir óttuðust. En búið var að hleypa úr vatninu, svo rækilega að varla var hægt að koma bátnum á flot vegna vatnagróðurs sem stöðvaði hann ítrekað.
Rúnar brá þá á það ráð að fækka fötum og vaða með bátinn og draga hann og ýta honum eftir þörfum. Þeir nafnar lögðu svo netin þar sem vatnið er dýpst og fengu á einum klukkutíma yfir 20 silunga, vel feita og æta. Við urðum auðvitað mjög glöð yfir aflanum og elduðum hluta hans í kvöldmat, ásamt nýjum kartöflum og bláberjum með ís sem bragðast alltaf vel sem eftirréttur :)

No comments: