Friday, November 12, 2010
Góð helgi norðan heiða :)
Snemma s.l. laugardags- morgunn 6. nóv. héldum við Rúnar norður til Húsavíkur í sól og fallegu vetrarveðri. Ég hef haft það fyrir sið að taka myndir af Herðubreið í flestum mínum ferðum yfir fjöllin og fengið alls konar útgáfur. Að þessu sinni var óvenju bjart, þó skýjahetta væri að vanda yfir fjallinu. Við áttum síðan góðar stundir fyrir norðan með mömmu og systkinum hennar og síðast en ekki síst gömlu skólasystrunum sem ákváðu að fara út saman og borða á Sölku og rifja upp gamlar minningar o.fl. Það var afskaplega ljúft og maturinn líka fínn.
Við héldum ekki heimleiðis fyrr en á mánudagsmorgunn 8. nóv. en þá var komin hríðarmugga og hélst þannig alla leið austur á Jökuldal, en þá loksins létti til og varð bjartara eftir því sem austar dró. Þrátt fyrir hálku á leiðinni og lélegt skyggni, þá gekk ferðin vel og ég er mjög fegin að hafa komist heil á húfi fram og til baka að venju, því ekki er sjálfgefið að alltaf gangi manni vel :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Skemmtilegar myndir af ykkur skvísunum og alltaf er Herðubreið fallegust allra fjalla.
Post a Comment