Thursday, April 21, 2011
8 ungmenni fermd í dag á Seyðisfirði
Í dag, skírdag voru fermd 8 ungmenni í Seyðisfjarðar kirkju. Þessi dagur hefur verið árlegur fermingardagur til fjölda ára, en uppúr 1980 fóru fermingar hér fram um Hvítasunnu og það er ekki hægt að neita því að yfirleitt er veðrið betra á þeim tíma en um páskana. En að þessu sinni hefur veðrið verið óvenju gott og þessi dagur var ljómandi góður, því sól skein í morgun og hitamælirinn sýndi 15 stig, en það kólnaði nú niðurfyrir 10 stig eftir hádegið en það var þó þurrt og bjart, svo ekki ætla ég að kvarta, enda fórum við á rúnt kringum fjörðinn í leit að nýjum farfuglum sem flykkjast nú til landsins í stórum hópum... Við sluppum við allar veislur í þetta sinn og létum okkur nægja eina ávaxtatertu sem ég útbjó handa okkur í tilefni dagsins og eldaði svo ljúffenga og þrælholla kjúklingasúpu í kvöldmatinn sem lætur manni líða vel, án þess að maður verði of saddur :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment