Saturday, April 23, 2011
Föt sem framlag !
Ekki get ég hrósað mér fyrir dugnað við prjónaskap, þó ég hafi vissulega prjónað nokkrar peysur og aðrar flíkur gegnum tíðina. En ég hef nú lokið við að prjóna þá undarlegustu peysu sem ég hef nokkurn tíman prjónað á ævi minni. Hún er AÐEINS EITT STYKKI, mjög svo undarlegt í laginu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. En þegar búið er að leggja stykkið rétt saman og sauma þar sem sauma þarf og setja hnappa eða tölur, þá er þetta stórsniðug uppskrift og ég tel að það þurfi bæði hugmyndaríka og mjög vana prjónakonu til að hanna og útbúa slíka flík.
Þessi litla peysa er ekki handa dótturdóttur minni, heldur fer hún í söfnun Rauða Krossins sem nefnist Föt sem framlag, en nokkrar konur hér í bæ og a.m.k. einn karlmaður hafa í allan vetur verið að prjóna svona peysur og hekla teppi og aðrar flíkur í þessa söfnun sem nýtist vonandi vel hjá þeim fjölskyldum sem þurfa á hjálp að halda. Það kom sér vel núna að ég hef í áratugi safnað hnöppum og tölum af ónýtum flíkum og get því núna ásamt félögum mínum gengið í þetta safn til afnota á flíkurnar...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment