Friday, April 08, 2011
Ingibjörg 80 ára
Það var mikið fjör s.l. laugardag í Herðubreið, þegar Ingibjörg Rafnsdóttir hélt uppá 80 ára afmælið með flestum sínum afkomendum og fjölskyldum. Auk þess mættu um 100 manns og samglöddust henni þennan dag og mikið var sungið og gert að gamni sínu. Síðast en ekki síst var svo veislumatur á borðum sem allir hljóta að hafa kunnað að meta. Hópur eldri borgara dönsuðu línudansa og Stefán Ómar og strákarnir spiluðu nokkur lög, auk þess sem Billa og Gulla stjórnuðu fjöldasöng og fleiru...
Þau Ingibjörg og Addi eru einstaklega hress og viljug og áhugasöm að taka þátt í öllu sem um er að vera hér í bænum. Þau eiga heiður skilið m.a. fyrir það.
Verst að Hilla frænka skyldi ekki geta verið hér og samglaðst sinn gömlu skólasystur :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment