Sunday, January 01, 2012

Nýársdagur 2012




Nýársdagur rann upp stilltur, bjartur og fallegur með vægu frosti. Sólin skein á fjallatinda og togaði mann út, þrátt fyrir hættulega hálku á götunum. Við ókum því inn í land og gengum á snjó upp í skógrækt og sáum þar allt fullt af rjúpnabælum fullum af skít og sporum en engar rjúpur. Sáum hinsvegar einmana urtönd á klakanum á Fjarðaránni á leiðinni heim, innan um klakaskreytta steina sem litu út eins íshattar. En í millitíðinni röltum við líka inn í Fjarðarsel, þar sem allt var í klakaböndum nema vatnið í ánni neðan við nýju rafstöðina. En vatnið sem kemur frá henni hefur hitnað nóg á leiðinni í rörunum niður af heiðinni til að bræða klaka og ís og því er Fjarðaráin auð þarna á kafla....

1 comment:

Asdis Sig. said...

Nýja árið hefur heilsað ykkur vel eins og okkur. Mér finnnst alltaf svo gott að vakna á nýjársdag, eins og allt byrju upp á nýtt :):) gleðilegt ár og takk fyrir fjöldann allan af skemmtilegum myndum hér á blogginu þínu. kær kveðja