Saturday, May 12, 2012
Frumsýning og vorhátíðarkvöldverður !
Föstudaginn 11. maí var vorhátíð hjá starfsfólki Seyðisfjarðar- bæjar. Þá mætti um 40 manns í þríréttaða matarveislu á Hótelið og síðan fór allur hópurinn saman á frumsýningu á leikritinu Pelíkaninn, sem er frumsamið verk eftir heimamann (Ágúst Torfa Magnússon)og verður að segjast að honum hefur tekið mjög vel til með þetta fyrsta verk sitt sem sýnt er hér (mér vitanlega).
Þetta er bæði spennandi og bráðskemmtilegt verk og allir leikarar sem flestir eru ungir að árum, stóðu sig með mikilli prýði og ótrúlegt að þau hafi aldrei lært neitt af þessu tagi, því svo vel skiluðu þau sínum hlutverkum, án undantekningar.
Leikstjóri heftur greinilega líka kunnað sitt fag, en allir sem tóku þátt í þessu eru heimamenn og við getum því verið stolt af þessum hæfileikaríka hópi ungs fólks sem stendur sig svona vel og kemur skemmtilega á óvart :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment