Saturday, May 12, 2012
Vorið á næsta leiti...
Veðráttan í vetur hefur verið mjög skrítin og eiginlega ekki snjór og vetur nema í 6 vikur, því að í byrjun febrúar kom blíðuveður, allur snjór hvarf og gróður fór að taka við sér. Síðan þá hefur gengið á með stuttum hríðardögum og sólardögum, misköldum/hlýjum sem ruglað hefur allan gróður og okkur mannfólkið jafnvel líka, því flestir vilja hafa vetur á veturna og sumar á sumrin, en þessi regla hefur farið úr skorðum á s.l. árum, hverju sem um má kenna.
Það var ótrúlega snemma sem krókusar fóru að springa út og brum að myndast á trjáum og runnum.
Og á endanum kom svo ein feit og falleg hunangsfluga inn um opinn gluggann í blíðunni og hvíldi sig hjá okkur eina nótt áður en hún hélt aftur af stað út í blíðuna. Vonandi veit þetta tíðafar ekki á vont sumar, við þurfum svo sannarlega á sólarsumri að halda eftir sólarleysið í 4 mánuði í vetur og vona ég að í þetta sinn veðri veðurguðirnir okkur hliðhollir :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment