Friday, May 18, 2012
Maí-hret !
Dagana 13.-15. maí var stórhríðarveður hér og allt varð hvítt af snjó. Vesalings farfuglarnir sem voru nýkomnir voru í miklum vandræðum við að afla sér fæðu, t.d. hrossagaukar sem trítluðu hér hundruðum saman um húsagarða og stungu sínu langa nefi ofan í snjóinn í leit að einhverju ætilegu í frostlausu grasinu undir. Því þrátt fyrir veðrið og snjóinn, þá var frostlaust á daginn og einhvern veginn slapp þetta furðu vel, flestir fuglarnir virtust þrauka, bæði gæsirnar sem lágu á eggjunum í hretinu og hinir nýkomnu. Þó urðu óhjákvæmilega aföll, t.d. fengum við einn steindepil í hendur sem kominn var að dauða, bæði horaður og kaldur og hefur trúlega dáið úr hungri og þreytu. Hann er svo fallegur að ég tók hann greyið og setti í frystipoka og hef hugsað mér að láta stoppa hann upp....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment