Saturday, May 12, 2012
Föt sem framlag - verkefni fyrir RKI
Í kringum 20 manns hefur dundað við það í vetur að hekla, prjóna og sauma barnaföt og teppi o.fl. fyrir RKI verkefnið, "Föt sem framlag" og sendir hafa verið út nokkrir tugir af pökkum til þurfandi aðila erlendis, í Afríku og Hvíta Rússlandi. Þetta er annar veturinn sem þetta verkefni hefur verið í gangi og sama fólkið að mestu unnið við það.
Það eru alltaf nokkrar konur sem hittast vikulega í Sæbóli og taka til hendinni eins og þarf hverju sinni. Einn karlmaður hefur þó lagt hönd á plóginn og prjónað nokkur teppi. Sjálf hef ég heklað nokkur teppi, mest úr afgöngum sem ég hef safnað og úr 2 peysum sem ég rakti upp og notaði, (sjá fjólubláa teppið). Einnig hef ég séð um að tæma fatagám RKI reglulega og þar hef ég fundið bæði garn til að nota (sjá bleika teppið)og heilmikið af barnafötum sem við höfum getað notað í fatasendingarnar. Formaðurinn okkar hefur líka lagt hönd á plóginn, því hann hefur útvegað handklæði í pakkana og svona mætti áfram telja. Þegar margir hjálpast að, þá geta ýmis verkefni gengið nokkuð vel...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment