Saturday, June 09, 2012
Gengið á Helgafell
Áður en við lögðum af stað til Noregs, gistum við í Hafnarfirðinum og gengum frá íbúðinni þar til útleigu í sumar. Harpa mágkona er alltaf jafn rösk og bauð okkur og Ellu mágkonu og hennar fjölskyldu í mat, svo við hefðum tækifæri til að hittast og spjalla. Hún vildi líka nota góða veðrið og ganga á Helgafell sem er þægilegt göngufjall suður af Hafnarfirði. Mig langaði að skreppa með henni og Rúnar kom þá líka, þó hann væri ekki góður í bakinu. En merkilegt nokk, þessi ganga varð líklega til þess að honum batnaði bara alveg og það var reglulega hressandi að brölta þessa leið eins og fjöldi manns gerði þennan dag. Það er ekki mín sterka hlið að labba upp brekkur eða klífa fjöll, en að ganga á jafnsléttu er ekkert mál, svo ég var bara ánægð með að hafa drifið mig þarna upp, þó ég færi frekar rólega á köflum. Á bakaleiðinni var ég að leika mér við myndatökur eins og sjá má á síðustu myndinni, þar sem við vorum komin niður í skógarlund sem varð á vegi okkar :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment