Saturday, June 09, 2012
Uppákomur á Seyðisfirði,,,
Það vantar ekki að nóg sé um að vera hér á Seyðisfirði. Á meðan við vorum í Noregi kviknaði í barnum hans Eyþórs, þ.e. Frú Láruhúsi. Sem betur fer brann það lítið og var tryggt, þannig að vonir standa til að hægt verði að gera það upp á ný.
Svo héldu félagar í Leikfélaginu áfram að sýna hið stórgóða leikrit Pelíkanann sem síðan var valið til að koma fram í þættinum LANDINN, en lokaþátturinn verður sýndur 17. júní og sá þáttur verður eingöngu frá Seyðisfirði. Sjávarguðirnir spiluðu líka og við Seyðfirðingar fylltum bíósal Herðubreiðar til að vera bakgrunnur sem hlær, klappar og tekur þátt í þættinum. Sjósundkonurnar verða líka með í þessum þætti og ýmislegt fleira sem ótalið er hér, enda var ég ekki viðstödd allar upptökur og hlakka því til að sjá útkomuna eftir rúma viku.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment