Saturday, June 09, 2012
Sjómannadagurinn 2012
Sjómanna- dagurinn 2012 var sólríkur en nokkuð svalur. Siglingin á Gullver út fjörðin gekk samt vel og margt var um manninn, sérstaklega fannst mér mikið um aðkomufólk, bæði gamla Seyðfirðinga og óþekkta nágranna, líklega af Héraði og víðar ?
Það var heilmikið um að vera á svæðinu við Fiskvinnsluna eins og venjulega, þar var keppt í kappróðri, reiptogi, kapphlaupi og plankaslætti og húrruðu allir þátttakendur á plankanum í sjóinn sem hlýtur að hafa verið kaldur (of kaldur fyrir mig :)
Árgangahópar sem voru mættir til að fagna tímamótum voru mættir og duglegir að taka þátt í því sem var í boði og auk þess var boðið uppá fiskisúpu og rjóma/súkkulaðivöfflur og kaffi.
Síðan var sjómannahóf um kvöldið þar sem árgangahóparnir 3 fluttu smá skemmtan og Gullversmenn tóku líka lagið.
Maturinn rann ljúflega niður og Björn Hildir veislustjóri gerði grín að sjálfum sér og stjórninni og hélt uppi fjöldasöng, svo þetta kvöld fór friðsamlega fram á allan hátt. Hávaðinn í hljómsveitinni var full mikill að vanda, svo við fórum heim með fyrra fallinu og Ella mágkona sem kom austur til að taka þátt í skemmtun 1958 árgangsins var hin hressasta og lét ekki sitt eftir liggja í keppninni og öllu öðru þessa helgina....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment