Thursday, June 27, 2024

Jarðargróður og blómskrúð sumarins !

 Ég setti niður kartöflur 8. maí og breyddi vel yfir beðið og slapp því vel frá slæma hretinu sem kom óvænt á norður og austurlandi. Sama má segja með sumarblómin í garðinum, þau lifðu af og voru fljót að jafna sig, flest þeirra, sem betur fer, en gulrætur og grænmetið þurfa lengri tíma og meira skjól og umönnun... 





Vel lítur út með berjasprettu - EF veðrið verður til friðs í sumar og haust !

 Ég kíkti í byrjun júní út í berjabrekkurnar hér á Ströndinni og sá ekki betur en að þar væri allt fullt af sætukoppum sem vonandi fá tækifæri til að vaxa og þroskast í hæfilegu sumarveðri, svo allir geti tínt nóg af berjum í haust með bros á vör 💓



Skemmtiferðaskip og laxeldi í sjó eiga engan veginn saman hér í firðinum !

 Allt sumarið má segja að varla líði sá dagur að ekki komi a.m.k. eitt skip í höfn. Norræna mætir auðvitað vikulega og kemur fyrir að með henni mæta 3-4 skip þann daginn, en ofar en ekki eru þau 1-2 á dag og misstór eins og gengur. Bærinn er því oft yfirfullur af ferðamönnum flesta daga og ekki bara þeim sem koma og fara með skipum. Það er því eins gott að ekkert fiskeldi sé að þvælast fyrir skipunum hér í firðinum, þá yrðu trúlega árekstrar og e.t.v. stríð á milli hópa !



Saturday, June 22, 2024

Slóðir á Seyðfirska frásögn og önnur um ljóð !

 https://indridih.com/wp-content/uploads/2024/04/2024-ms-seydisfjordur.pdf

https://gummi.blog/2017/05/13/blahusid-vid-seydisfjord/

Monday, June 17, 2024

80 ára afmæli íslenska lýðveldisins í dag 17. júní 2024

 Það voru heilmikil hátíðahöld víða um land í dag, 17. júní í tilefni þess að nú eru liðin 80 ár frá því að Ísland varð sjálfstætt lýðveldi. Hér á Seyðisfirði voru fermd 4 börn í morgun og mikið um að vera eftir hádegið á útimessu við kirkjuna í tilefni dagsins. Myndina af kórnum tók ég við lok fermingar messunnar, enda söng ég með kórnum. En ég tók engar myndir í útimessunni, því miður !  Hinsvegar var ég búin að hreinsa stóran hluta af illgresinu við kirkjuna, síðustu 2 daga og ekki í fyrsta skipti ! 




Áhrif hretsins á fuglalíf hér í firðinum virðist lítið sem betur fer !

 Til allrar hamingju virðist júní-hretið ekki hafa skaðað fuglalífið mikið, því nú má sjá heilmikið af ungum á ferð hér við ár og sjó og við gleðjumst yfir því. Kríur og Spóar liggja enn á eggjum og vafalítið birtast ungar hjá þeim fyrr en varir, ef veðrið helst þolanlegt áfram...





Thursday, June 06, 2024

Vetrarveður á Norður og Austurlandi í byrjun júní

 Það óvænta gerðist eftir nokkra góða sumardaga um mánaðarmótin maí-júní, að veðurspáin breyttist verulega og skall á norðan rok með mikilli úrkomu, ýmist slydduregni eða hríð. Verst varð ástandið á Norðurlandi, en skömminni skárra fyrir austan. Ég hafði áhyggjur af fuglunum og litlu lömbunum sem voru komin út í náttúruna. Sem betur fer náði ekki að frysta hér eystra og snjóinn tók fljótt upp, svo vonandi sleppum við þokkalega frá þessu, en ástandið fyrir norðan er grafalvarlegt og óvíst hvernig það fer, því miður :( 



Heimsókn til Húsavíkur !

 Rúnar minn þurfti að komast í nýja ristilspeglun á Akureyri, svo við drifum okkur til Húsavíkur og gistum þar nóttina áður en við fórum inneftir. En í Hlíð þurfti að taka til hendinni og ég hreinsaði alla fífla og illgresi á stéttunum og þar í kring og Rúnar sló garðinn. Það var mikill munur. Rúnar fékk góða skoðun og við heimsóttum bæði Sigrúnu + Sigga og líka Guðný Önnu sem komin er í hjólastól eftir að hún fékk blóðtappann og lamaðist vinstra megin. Á Húsavík kíktum við til Önnu Mæju og Sigga og fengum okkur að borða í golfskálanum og hittum þar kunnuglegt fólk. Svo fann ég gamla möppu fulla af gömlum bréfum frá mömmu og afa Theodór sem ég tók með mér og hef verið að lesa þau, enda fróðlegt að mörgu leiti...