Rúnar minn þurfti að komast í nýja ristilspeglun á Akureyri, svo við drifum okkur til Húsavíkur og gistum þar nóttina áður en við fórum inneftir. En í Hlíð þurfti að taka til hendinni og ég hreinsaði alla fífla og illgresi á stéttunum og þar í kring og Rúnar sló garðinn. Það var mikill munur. Rúnar fékk góða skoðun og við heimsóttum bæði Sigrúnu + Sigga og líka Guðný Önnu sem komin er í hjólastól eftir að hún fékk blóðtappann og lamaðist vinstra megin. Á Húsavík kíktum við til Önnu Mæju og Sigga og fengum okkur að borða í golfskálanum og hittum þar kunnuglegt fólk. Svo fann ég gamla möppu fulla af gömlum bréfum frá mömmu og afa Theodór sem ég tók með mér og hef verið að lesa þau, enda fróðlegt að mörgu leiti...
No comments:
Post a Comment