Það voru heilmikil hátíðahöld víða um land í dag, 17. júní í tilefni þess að nú eru liðin 80 ár frá því að Ísland varð sjálfstætt lýðveldi. Hér á Seyðisfirði voru fermd 4 börn í morgun og mikið um að vera eftir hádegið á útimessu við kirkjuna í tilefni dagsins. Myndina af kórnum tók ég við lok fermingar messunnar, enda söng ég með kórnum. En ég tók engar myndir í útimessunni, því miður ! Hinsvegar var ég búin að hreinsa stóran hluta af illgresinu við kirkjuna, síðustu 2 daga og ekki í fyrsta skipti !
No comments:
Post a Comment