Það óvænta gerðist eftir nokkra góða sumardaga um mánaðarmótin maí-júní, að veðurspáin breyttist verulega og skall á norðan rok með mikilli úrkomu, ýmist slydduregni eða hríð. Verst varð ástandið á Norðurlandi, en skömminni skárra fyrir austan. Ég hafði áhyggjur af fuglunum og litlu lömbunum sem voru komin út í náttúruna. Sem betur fer náði ekki að frysta hér eystra og snjóinn tók fljótt upp, svo vonandi sleppum við þokkalega frá þessu, en ástandið fyrir norðan er grafalvarlegt og óvíst hvernig það fer, því miður :(
No comments:
Post a Comment