Heil og sæl á ný !
Þá er ógleymanlega hlýleg Egyptalandsferð að baki og kaldur íslenskur hversdagsleiki tekinn við. Það er vissulega alltaf gott að koma heim, en þessi nýafstaðna ferð skilur eftir svo sterkar minningamyndir og áhrif að ekki er hægt að sleppa því að tjá sig meira eða minna um það. Ég ætla því á næstunni að hripa niður helstu hugleiðingar mínar um ferðina, segja frá því sem kom mest á óvart og reyna að lýsa þeim undarlegu áhrifum sem fólk og umhverfi hafði á mig persónulega. Svona umfjöllun verður samt aldrei tæmandi og getur aldrei lýst mannlífi og umhverfi nema að litlu leyti, ekki frekar en myndir, þó hvoru tveggja gefi góðar hugmyndir um aðstæður, þá er svo margt sem skilur á milli, eins og lykt, tilfinning, þrívídd og annað sem aðeins líkamleg skilningarvit finna. Ég er þegar byrjuð á að setja ferðamyndir inn í albúm á sömu slóðinni:
http://photos.yahoo.com/sollasig54 en þar getið þið séð myndir af
Adam litla ömmu/afastráknum okkar í Cairo, en við dvöldum með þeim Jóhönnu, Mo og fjölskyldu hans í 5 daga og fórum vítt og breitt um borgina.
Einnig setti ég inn myndir af ferðafélögum okkar (aðallega Söru og Jill) ásamt aðal leiðsögumönnunum okkar Núbíumanninum Ahmed og Latif í Cairo auk bílstjórans Mahmoud í albúm sem nefnist:
Félagar á Níl. Mannlíf á
götum Cairo er að finna í sérstöku albúmi og þannig mun ég halda áfram, t.d. Musteri Egyptalands,
Nílarsigling og fleira.Þeir sem hafa áhuga á að lesa um ferðina geta kíkt hér inn á næstunni og einnig skoðað albúmin af og til, því alltaf bætist við eitthvað nýtt. Ég læt þetta duga þar til ég hef samið ferðafrásagnirnar og komið inn fleiri myndum. Þangað til – hafið það sem allra best....!
Ég vil taka það fram að slóðin hér á ferðamyndir og fleira á netinu er ekki rétt, sú rétta er :
https://www.flickr.com/photos/sollasig54/
No comments:
Post a Comment