Tuesday, October 14, 2008

Enn ein norðurferð !



Föstudaginn 10. okt. s.l. ákváðum við Rúnar að skella okkur norður til Húsavíkur í heimsókn til mömmu sem var óvenju hress að þessu sinni. Við fórum eftir að ég hafði lokið vinnu dagsins og gekk ferðin vel, þó myrkur væri alla leiðina. Rúnar var búinn að setja nagladekkin undir, svo að smá hálka var ekki til vandræða. Didda systir kom líka norður með dóttur sinni og tengdasyni sem fer reglulega norður til að veiða gæsir og rjúpur og heimsækja fjölskyldu hans sem býr þar.
Við áttum þarna saman góða helgi og hittum marga ættingja og vini og lentum í veislu hjá vinkonu minni og nágrannakonu þar, en við áttum hjá henni nokkra glermuni sem voru í brennslu, því við systur bjuggum þá til á námskeiði hjá henni í okkar síðustu ferð norður.
Ég tók nokkrar myndir í haustblíðunni og læt sýnishorn fljóta hér með...
Að lokum vona ég að þetta hörmungarástand á fjármálasviðinu fari nú að lagast, svo hjól atvinnulífsins geti gengið eðlilega og mannlífið orðið þolanlegt á ný. Þessi mánuður verður vafalaust í minningunni nefndur "hinn ógurlegi október" eða eitthvað í þeim dúr.... en ekki hvað ?

1 comment:

Auðríkur said...

Eins og október er nú annars fallegur mánuður, haustlitirnir og veturinn við að skella á.
Gaman að fylgjast með skrifunum þínum Solla mín.
Biðjum að heilsa ykkur,
Auður og Eiríkur í DK.