Tuesday, November 04, 2008
Á leið til Madeira...
Vikuna 27. okt. til 3. nóv. dvöldum við Rúnar ásamt áhöfn Gullvers og mökum á grænu eyjunni Madeira sem er nánast beint hér suður í Atlantshafi á móts við Marokkó.
En áður en við héldum þangað, þurfti ég að mæta í skólann í Rvk. og um leið nutum við samvista við börnin okkar og aðra ættingja og vini. Við heimsóttum líka Jón B.G. sem er reyndar ættaður frá Seyðisfirði og á vissan hátt meiri Seyðfirðingur í sér en margir heimamenn og líklega manna fróðastur um ýmsa hluti sem snerta bæinn okkar.
Síðasta deginum fyrir brottför eyddum við með dóttur okkar og fjölskyldu í Keflavík og þangað komu Siggi og Bergþór einnig í heimsókn og borðuðu með okkur, eftir að við Adam, Rúnar og Jóhanna höfðum heimsótt tröllkonuna í fjöruhellinum (sjá myndir þaðan neðar á blogginu) og farið í sund í glæsilegri sundhöll heimamanna. Ég ætla svo að halda áfram að segja frá Madeira ferðinni og setja inn nokkrar myndir....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment